Auglýsing

Eftirfarandi frétt er að finna á heimasíðu GKG.

Kæru félagar,
Töluvert hefur borið á því að meðlimir hafa verið að taka skoðunarferð um Íþróttamiðstöðina enda spenningurinn mikill núna á lokametrunum. Við verðum þó að benda ykkur á það að slíkt er stranglega bannað. Íþróttamiðstöðin er verkstaður og enginn má fara þar um án leyfis verktaka.

Það stefnir allt í það að við fáum húsið afhent í kringum páska, þá þurfum við að vinna ýmis mál sem var ekki á borði verktaka og koma húsinu í rekstur. Við munum svo auglýsa formlega opnun þegar allt verður tilbúið, allt bendir til þess að það verði í byrjun apríl.

Nánar um það síðar, en þangað til verðum við að vera þolinmóð.

Staffið.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ