Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús tryggði sér í dag sæti á lokaúrtökumótinu fyrir DP World atvinnumótaröðina í karlaflokki. Lokaúrtökumótið hefst 10. nóvember þar sem leiknir verða 6 keppnishringir á sex keppnisdögum. Á lokaúrtökumótinu keppa 156 kylfingar og fá 25 efstu kylfingarnir keppnisrétt á DP World Tour á næsta tímabili.

Haraldur Franklín er sjötti kylfingurinn frá Íslandi sem kemst inn á lokaúrtökumótið á DP World Tour. Tveir íslenskir kylfingar frá Íslandi hafa tryggt sér keppnisrétt á DP World Tour á lokaúrtökumótinu – Birgr Leifur Hafþórsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Birgir Leifur hefur oftast leikið á lokaúrtökumótinu eða alls 13 sinnum en hann tók 20. sinnum þátt á úrtökumótinu fyrir DP World Tour.

Eftirtaldir hafa komist inn á lokaúrtökumótið og í sviganum er fjöldi skipta á lokamótinu:

Birgir Leifur Hafþórsson (13), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (2), Bjarki Pétursson (2), Andri Þór Björnsson (1), Haraldur Franklín Magnús (1),Björgvin Sigurbergsson (1).

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Axel Bóasson léku einnig á 2. stig úrtökumótsins en þeir komust ekki inn á lokaúrtökumótið. Bandaríkjamaðurinn Nick Carlson, sem er félagsmaður í Golfklúbbi Mosfellsbæjar, keppti á sama velli og Axel Bóasson en Carlson endaði á -7 samtals (72-69-70-70) og endaði hann í 40. sæti og komst ekki áfram.

Haraldur Franklín endaði í 7. sæti á Fontanals vellinum við borgina Girona. Hann lék frábærlega á tveimur síðustu hringjunum og lék samtals á 7 höggum undir pari vallar. Hann endaði mótið með því að fá örn á lokaholunni – þar sem hann setti boltann ofaní af 122 metra færi.

Þetta er í fyrsta sinn sem Haraldur Franklín kemst inn á lokaúrtökumótið á DP World Tour en þetta var í sjötta sinn sem hann reynir fyrir sér á úrtökumótinu fyrir DP World Tour. Hann hefur ávallt komist inn á 2. stig úrtökumótsins og í ár gerði hann enn betur og komst inn á lokaúrtökumótið.

Haraldur Franklín lék á Challenge Tour mótaröðinni á þessu tímabili en hann náði ekki að komast í hóp 45 efstu á stigalistanum – sem hefði tryggt sæti á lokamótinu þar sem að keppt erum 20 sæti á DP World Tour. Haraldur Franklín er að keppa í sjötta sinn á úrtökumótinu fyrir DP World Tour. Hann fór í gegnum 1. stig úrtökumótsins í október. Haraldur hefur ávallt komist í gegnum 1. stig úrtökumótins þegar hann hefur leikið á því.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á Fontanals:

Árangur Haralds Franklíns er eftirfarandi á úrtökumótinu fyrir DP World Tour:

2016: Féll úr leik á 2. stigi.
2017: Féll úr leik á 2. stigi.
2018: Féll úr leik á 2. stigi.
2019: Féll úr leik á 2. stigi.
2020: Ekki keppt vegna Covid.
2021: Ekki keppt vegna Covid.
2022: Féll úr leik á 2. stigi.
2023: Komst inn á 3. stigið – lokaúrtökumótið.

Alls var keppt á fjórum keppnisvöllum á 2. stigi úrtökumótsins og eru allir vellirnir á Spáni. Keppni hefst á öllum völlunum 2. nóvember og eru leiknir fjórir 18 holu hringir á fjórum keppnisdögum.

Það má gera ráð fyrir að á hverjum velli fyrir sig komist 23-24 efstu keppendurnir áfram á lokaúrtökumótið sem fram fer á Infinitum Golf (Lakes & Hills) við borgiuna Tarragona á Spáni 10.-15. nóvember.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson keppti á Desert Springs vellinum sem er ekki langt frá borginni Almería. Golfvöllurinn er þekkt stærð á Íslandi og fjömargir íslenskir kylfingar hafa leikið á Desert Springs í golfferðum á undanförnum árum. Guðmundur Ágúst er að keppa á úrtökumótinu fyrir DP World Tour í sjötta sinn frá árinu 2016 þegar hann tók fyrst þátt.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson tryggði sér keppnisrétt á DP World Tour í fyrra á lokaúrtökumótinu – en hann náði ekki að halda keppnisrétti sínum eftir þetta tímabil og komst ekki í gegnum 2. stig úrtökumótsins. Hann endaði í 66. sæti á +5 samtals.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á Desert Springs:

Árangur Guðmundar er eftirfarandi á úrtökumótinu fyrir DP World Tour:

2016: Féll úr leik á 2. stigi.
2017: Féll úr leik á 1. stigi.
2018: Féll úr leik á 1. stigi.
2019: Féll úr leik á lokaúrtökumótinu, 3. stigi.
2020: Ekki keppt vegna Covid.
2021: Ekki keppt vegna Covid.
2022: Tryggði sér keppnisrétt á DP World Tour á lokaúrtökumótinu, 3. stigi.
2023: Féll úr leik á 2. stigi.

Axel Bóasson keppti á Isla Canela Links vellinum við borgina Huelva. Axel tryggði sér nýverið keppnisrétt á Challenge mótaröðinni, Áskorendamótaröðinni, með því að vera á meðal 5 efstu á stigalista Nordic Tour League mótaraðarinnar. Þetta er í annað sinn sem Axel nær að tryggja sér keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki.

Axel lék á 4 höggum undir pari vallar á 2. stigi úrtökumótsins (75-71-70-68) og endaði hann í 54. sæti og komst því ekki áfram.

Þetta var í sjöunda sinn sem Axel reynir fyrir sér á úrtökumótinu fyrir DP World Tour. Hann fór beint inn á 2. stig úrtökumótsins vegna stöðu sinnar á stigalista Nordic Tour League. Axel hefur einu sinni áður leikið á 2. stigi úrtökumótsins en hann féll úr leik á 2. stiginu árið 2017.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á Canela Links:

Árangur Axels er eftirfarandi á úrtökumótinu fyrir DP World Tour:

2014: Féll úr leik á 1. stigi.
2015: Féll úr leik á 1. stigi.
2016: Féll úr leik á 1. stigi.
2018: Féll úr leik á 2. stigi.
2019: Féll úr leik á 1. stigi.
2020: Ekki keppt vegna Covid.
2021: Ekki keppt vegna Covid.
2022: Féll úr leik á 1. stigi.
2023: Féll úr leik á 2. stigi.


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ