Auglýsing

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GKG, leikur á sínu fjórða móti á keppnistímabilinu á DP World Tour mótaröðinni í þessari viku.

Mótið sem hefst á fimmtudaginn og fer fram dagana 15.-18. desember, AfrAsia Bank Mauritius Open, og fer það fram á Mont Choisy Le Golf á eyjunni Máritíus á Indlandshafi.

Guðmundur Ágúst var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Alfred Dunhill mótinu í Suður-Afríku sem var þriðja mót hans á tímabilinu.

Það sama var uppi á teningnum á öðru móti tímabilsins sem einnig fór fram í Suður-Afríku – þar sem að GKG-ingurinn var aðeins höggi frá niðurskurðinum

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit mótsins.

Nánar um ævintýraeyjuna Máritíus.

Mótið er einnig hluti af Sunshine Tour mótaröðinni í Suður-Afríku. Um helmingur keppenda kemur frá Suður-Afríku. Á þessu tímabili verða sex mót á DP World Tour haldin í samvinnu við Sunshine Tour í Suður-Afríku.

Þetta er í fyrsta sinn sem DP World Tour mót fer fram á þessum keppnisvelli – sem er hannaður af Peter Matkovich og var opnaður árið 2017. Á vellinum eru fimm par 5 holur, átta par 4 holur og fimm par 3 holur.

Fyrst var keppt á DP World Tour á Máritíus árið 2015. George Coetzee frá Suður-Afríku sigraði árið 2015 eftir bráðabana gegn Dananum Thorbjørn Olesen. Árið 2016 sigraði Jeunghun Wang frá Suður-Kóreu. Suður-Afríkumaðurinn Dylan Frittelli sigraði árið 2017 og Kurt Kitayama frá Bandaríkjunum sigraði árið 2018. Rasmus Højgaard frá Danmörku sigraði árið 2019 – sem var fyrsti sigur hans á ferlinum á DP World Tour.

Varafyrirliðar Ryderbikarliðs Evrópu eru á meðal keppenda á þessu móti. Daninn Thomas Bjørn og Nicolas Colsaerts frá Belgíu. Bjørn var fyrirliði Evrópuliðsins árið 2018 þegar liðið fagnaði sigri í Ryderbikarnum gegn bandaríska úrvalsliðinu.

Guðmundur Ágúst verður með tveimur kylfingum frá Suður-Afríku á fyrstu tveimur keppnisdögunum. Ruan Conradie og Neil Schietekat. Þeir fara af stað kl. 6:30 að morgni að staðartíma á fimmtudaginn eða kl. 02:30 aðfaranótt fimmtudags hjá okkur hér á Íslandi.

Mótaskrá DP World Tour 2022-2023 er hér:


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ