Photo by Arnaldur Halldórsson / 2019 Warner Bros. Entertainment Inc.
Auglýsing

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, er á meðal keppenda á KPMG-mótinu sem fram fer í Belgíu dagana 29. ágúst – 1. september.

Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni, Challengetour, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu.

Guðmundur Ágúst hefur leikið fyrstu þrjá hringina á -8 samtals. Skorið á mótinu er mjög lágt og til marks um það þá er Guðmundur Ágúst í 54. sæti fyrir lokahringinn eins og staðan er núna.

Íslandsmeistarinn byrjaði gríðarlega vel á fyrsta keppnisdegi mótsins. Hann var í öðru sæti á -8 eða 63 höggum. Hann var einu höggi á eftir efsta manni mótsins. Guðmundur Ágúst byrjaði á 10. teig og fékk alls fimm fugla á fyrri 9 holunum og bætti við þremur fuglum á síðari 9 holunum. Hann fékk því alls 8 fugla og tapaði ekki höggi.

Staðan er uppfærð hér:

Guðmundur Ágúst tryggði sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni um mitt sumar þegar hann sigraði í þriðja sinn á móti á Nordic Tour atvinnumótaröðinni.

Mótið fer fram á Millenium Golf, sem er rétt við bæinn Paal í Beringen.

Þetta er þriðja mótið hjá Guðmundur Ágústi á tímabilinu á Áskorendamótaröðinni. Hann endaði í 51. sæti á móti í Slóvakíu þar sen hann lék á -3 samtals – sem er besti árangur hans á mótaröðinni.

Alls eru 8 mót eftir af keppnistímabilinu á Áskorendamótaröðinni.

Í maí tók hann þátt á Made in Denmark mótinu á sjálfri Evrópumótaröðinni en komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ