Auglýsing

B59 Hotel mótið sem hefst á föstudaginn á Garðavelli á Akranesi verður gríðarlega sterkt og ljóst að allir bestu kylfingar landsins verða á meðal keppenda. Golfklúbburinn Leynir sér um framkvæmd mótsins og er mótið fyrsta stigamót tímabilsins á mótaröð GSÍ.

Keppendur verða alls 125, 98 í karlaflokki og 27 í kvennaflokki.

Alls eru keppendur frá 17 mismunandi klúbbum, flestir úr GR eða 35 alls og rúmlega þriðjungur keppenda í kvennaflokki eru frá GR. Keppendur í kvennaflokki koma úr 8 mismunandi klúbbum.

Skiptinguna má sjá hér fyrir neðan.

Klúbbur Heildarfjöldi Karlar Konur
Golfklúbbur Akureyrar 972
Golfklúbbur Álftaness 11
Golfklúbbur Borgarness 11
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs11
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar19145
Golfklúbbur Mosfellsbæjar21174
Golfklúbbur Öndverðarness11
Golfklúbbur Reykjavíkur352510
Golfklúbbur Selfoss 431
Golfklúbbur Suðurnesja 66
Golfklúbbur Vestmannaeyja 33
Golfklúbur Þorlákshafnar 11
Golfklúbburinn Keilir 15123
Golfklúbburinn Leynir 321
Golfklúbburinn Oddur 211
Golfklúbbur Setbergs 11
Nesklúbburinn 22
Samtals 1259827

Leiknar verða 54 holur eða þrír keppnishringir á þremur keppnisdögum.

Skor og rástímar mótsins eru hér.

Eins og áður segir verða bestu kylfingar landsins á meðal keppenda.Atvinnukylfingar sem og áhugakylfingar.

Á meðal þeirra sem hafa skráð sig eru atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Valdís Þóra Jónsdóttir.

Í karlaflokki eru einnig sterkustu leikmenn landsins skráðir til leiks. Má þar nefna atvinnukylfinga á borð við Andra Þór Björnsson (GR), Guðmund Ágúst Kristjánsson (GR), Harald Franklín Magnús (GR), Bjarka Pétursson (GKB), Axel Bóasson (GK), Rúnar Arnósson (GK), Ólaf Björn Loftsson (GKG) og fleiri.

Leikfyrirkomulag

Höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur leiknar, 18 holur á föstudegi, 18 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi.

Niðurskurður verður eftir annan hring en þá komast áfram 70% af fjölda keppenda úr hvorum flokki. Ef keppendur eru jafnir í neðstu sætum ofan niðurskurðarlínu skulu þeir báðir/allir halda áfram. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót karla og kvenna og móta- og keppendareglum GSÍ.

Rástímar og ráshópar

Rástímar verða birtir á golf.is eftir kl. 22:00 á miðvikudeginum fyrir mót. Á fyrsta keppnisdegi ákveður mótsstjórn röðun í ráshópa en síðan verður raðað út eftir skori.

Þátttökuréttur

Hámarksfjöldi kylfinga í mótið er 144. Þátttökurétt hafa bæði áhugamenn og atvinnumenn. Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5 og skulu keppendur vera meðlimir í viðurkenndum golfklúbbi. Ef fjöldi skráðra keppenda fer yfir hámarksfjölda ræður forgjöf því hverjir komast inn í hvorn flokk, þ.e.a.s. þeir 144 kylfingar sem fjærst eru forgjafarmörkum í hvorum flokki. Þó skulu að lágmarki 25% af heildarfjölda kylfingar fá þátttökurétt í hvorum flokki. Keppendum skal þó fjölgað þannig að fullir ráshópar verði í hvorum flokki. Standi val á milli keppenda með forgjöf jafnlangt frá forgjafarmörkum skal hlutkesti ráða.

Mótsgjald

Karlaflokkur Hvítir teigar 7.500 kr.

Kvennaflokkur Bláir teigar 7.500 kr.

Skráning og þátttökugjald

Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á golf.is fyrir klukkan 12:59 á miðvikudegi fyrir mót. Engar undantekningar á skráningu verða leyfðar í mótið eftir að skráningu lýkur. Þátttökugjöld verða ekki endurgreidd ef afboðun kemur eftir að skráningarfresti lýkur.

Æfingahringur

Einn æfingahringur án endurgjalds er heimilaður. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til að panta rástíma. Reglur um æfingahringi er að finna í klúbbhúsinu. Skilyrði fyrir æfingahring er að búið sé að greiða þátttökugjald. Keppendur fá æfingabolta fyrir hring án endurgjalds á mótsdögum.

Verðlaun

Veitt verða verðlaun (gjafakort) fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla og kvenna.

1.sæti: 75.000 kr. 2. sæti: 45.000 kr. 3. sæti: 25.000 kr.

Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani en að öðru leyti gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt milli þeirra keppenda.

Gert er ráð fyrir að verðlaunaafhending hefjist 20 mínútum eftir að síðasti ráshópur lýkur leik.

Stigakeppni golfklúbba

Hver golfklúbbur skráir 3-4 karla og 2-3 konur úr hópi sinna keppenda sem taka þátt í hverju stigamóti og tilkynna nöfnin til motanefnd@golf.is a.m.k. tveimur sólarhringum fyrir mót. Þannig þurfa lið ekki að vera skipuð sömu einstaklingunum í öllum mótunum. Þrjú bestu heildarskor karla og tvö bestu heildarskor kvenna telja í keppninni og fá liðin stig í samræmi við árangur, á sama hátt og í stigakeppni einstaklinga. Þau lið sem eru með flest stig í lok sumars hljóta titilinn stigameistarar golfklúbba.

Dómari: Viktor Elvar Viktorsson 8542559

Mótsstjóri: Rakel Óskarsdóttir

Mótsstjórn: Rakel Óskarsdóttir, Emil Sævarsson, Viktor Elvar Viktorsson, Rúnar Freyr Ágústsson, Hróðmar Halldórsson

Keppnisskilmálar

Athugið að kynna ykkur tímabundnar viðbætur fyrir mótaraðir GSÍ sem gilda í maí. Reglurnar eru aðgengilegar að Garðavöllum (klúbbhús Leynis).

Úrdráttur:

Óheimilt er að snerta flaggstangir. Engar hrífur eru í glompum. Óheimilt er að notast við kylfubera. Skor er fært inn rafrænt af leikmönnum. Ræst er af fyrsta teig eingöngu. Fjöldatakmarkanir eru á æfingarsvæðum. Áhorfendur eru ekki leyfðir.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ