Golfsamband Íslands

Vel heppnaður aðalfundur PGA á Íslandi – Ólafía Þórunn kylfingur ársins

Úlfar Jónsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Aðalfundur PGA á Íslandi fór fram laugardaginn 13. febrúar s.l. í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal. Félagmenn fjölmenntu á fundinn ásamt gestum sem boðið var að taka þátt. Framkvæmdastjórum golfklúbba landsins var boðið á aðalfundinn ásamt forseta GSÍ.  Stjórn PGA á Íslandi var ánægð með hversu vel var mætt úr þeim hópi.

Kanadamaðurinn Liam Mucklow var með fyrirlestur á fundinum sem hófst kl. 9 að morgni og erindi hans lauk á hádegi. Mucklow deildi þar þekkingu sinni á golfi og golfkennslu með félagsmönnum PGA á Íslandi og gestum.

Liam Mucklow.
Liam Mucklow.

Sjálfur aðalfundur PGA á Íslandi fór fram eftir hádegi á laugardaginn og fjölgaði töluvert í hópnum.

Hlynur Geir Hjartarson, formaður PGA á Íslandi, fór yfir það sem hæst bar síðastliðið ár. Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins fór yfir reikningana sem voru samþykktir.

Ný stjórn var kosin á fundinum. Hlynur Geir bauð sig fram til áframhaldandi formannssetu og var hann kosinn einróma. Aðrir stjórnarmenn eru Andrea Ásgrímsdóttir, Birgir Leifur Hafþórsson, Davíð Gunnlaugsson, Helgi Anton Eiríksson Hulda Birna Baldursdóttir og Nökkvi Gunnarsson. Andrea og Nökkvi voru kosin til tveggja ára og aðrir til eins árs.

Áhugaverðar umræður sköpuðust um það sem framundan er og verður næsta ár án efa spennandi hjá nýrri stjórn.

Í lok fundar voru eftirfarandi verðlaun veitt fyrir árangur á árinu 2015:
PGA golfkennari ársins: Derrick Moore.

Úlfar Jónsson og Derrick Moore.

 Stigameistarari PGA: Þórður Rafn Gissurarson.

Þórður Rafn Gissurarson.

Kylfingur ársins hjá PGA: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Úlfar Jónsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Öldungameistari PGA (50+): Magnús Birgisson.

Magnús Birgisson og Úlfar Jónsson.

Eftir fundinn var haldið árlegt púttmót félaga og var það Ingibergur Jóhannsson sem bar sigur úr býtum og hlaut fyrir það rammíslenska græna lopapeysu.

Ingibergur Jóhannsson í grænu peysunni sem fer honum afar vel.

 

 

 

Exit mobile version