Site icon Golfsamband Íslands

Tryggvi Valtýr og Ragnhildur Íslandsmeistarar 35 ára og eldri

Tryggvi Valtýr Traustasson, GSE og Ragnhildur Sigurðardóttir, GR eru Íslandsmeistararar 35 ára og eldri. Tryggvi Valtýr spilaði hringina þrjá á 215 höggum en það tryggði honum titilinn eftirsótta. Annar í karlaflokki varð Helgi Anton Eiríksson, GSE á 216 höggum einu höggi á eftir Tryggva. Þriðji varð Þórður Emil Ólafsson, GL á 218 höggum.

Ragnhildur Sigurðardóttir, GR tryggði sér titilinn í kvennaflokki en hún spilaði hringina þrjá á 220 höggum. Önnur varð Þordís Geirsdóttir, GK en hún hafði titil að verja, Þórdís spilaði á 223 höggum. Þriðja varð Hansína Þorkelsdóttir, GKG á 242 höggum.

Óhætt er að segja að veðrið hafi verið í aðalhlutverki í Eyjum um helgina og þó að kylfingarnir hafi náð að spila hringina þrjá þá voru aðstæðu oft á tíðum afar erfiðar. Rok, rigning og þoka setti svip sinn á mótið en alls tóku ríflega 100 kylfingar þátt í mótinu og keppt varð í þremur flokkum í karla og kvenna, upplýsingar um sigurvegara í öðrum flokkum er að finna á golf.is

Karlaflokkur

1. sæti               Tryggvi Valtýr Traustason            GSE        70/69/76 =215 +8

2. sæti               Helgi Anton Eiríksson,                  GSE        75/70/71 = 216 +9

3. sæti               Þórður Emil Ólafsson,                  GL          70/76/72 = 218 +11

Kvennaflokkur

1. sæti               Ragnhildur Sigurðardóttir              GR          67/77/76 =220 +13

2. sæti               Þórdís Geirsdóttir                         GK          69/78/76 = 223 +16

3. sæti               Hansína Þorkelsdóttir                    GKG      77/76(89 =242   +35

 

Exit mobile version