Site icon Golfsamband Íslands

Töluverðar breytingar í nýrri reglugerð um leikkort GSÍ

Töluverð umræða var um leikkort GSí á golfþinginu 2019. Nokkrar tillögur voru lagðar fram um breytingar á reglugerð um leikkort. Allsherjarnefnd fjallaði ítarlega um leikkortin á fundi sínum á golfþinginu og að lokum var tillaga nefndarinnar samþykkt einróma á GSÍ þinginu.

Talsverðar breytingar eru á reglugerðinni frá því sem áður var.

Í nýju reglugerðinni verða tvær tegundir af leikkortum gefnar út. Sjálfboðaliðakort og GSÍ leikkort.

Sjálfboðaliðakort heimila korthafa og gesti hans að leika allt að tvisvar sinnum á hverjum golfvelli, gegn greiðslu, sem skal vera að fjárhæð kr. 2.000 fyrir hvern leikinn hringi, Undir sjálfboðaliðakort falla sjálfboðaliðar golfklúbba, starfsfólk GSÍ, landsliðsfólk GSÍ og landsliðsþjálfarar.

GSÍ leikkort heimila korthafa og gesti hans að leika allt að tvisvar sinnum á hverjum golfvelli, gegn greiðslu sem skal vera 50% af hæsta vallargjaldii fyrir hvern leikinn hring. Þó aldrei lægra en 2000 kr. Fyrir hvern leikinn hring. Undir GSÍ leikkort falla fulltrúar fyrirtækja og samtaka sem eru í samstarfi við GSÍ og fjölmiðlafólk.

Exit mobile version