Golfsamband Íslands

Titleist Unglingaeinvígið 2021 fer fram föstudaginn 17. september

Titleist Unglingaeinvígið fer fram hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar föstudaginn 17. september  næstkomandi. Öllum bestu unglingum landsins er boðin þátttaka en leiknar verða holur 10-18  á Hlíðavelli. 4 efstu drengir og 4 efstu stúlkur á stigalista GSÍ í hverjum aldursflokki fá boð í  mótið auk klúbbmeisturum GM í sama aldursflokki. 

Leikin er forkeppni í hverjum aldursflokki með „shootout“ fyrirkomulagi þar sem sá kylfingur  með hæsta skorið fellur úr keppni. Leiknar eru 7 holur í forkeppni eða þangað til að 3  kylfingar standa eftir. Í forkeppni eru leiknar holur 10, 11, 14, 15, 16, 17 og 18.  

Keppt er í eftirfarandi aldursflokkum. 

Úrslitin hefjast síðan í kjölfarið á forkeppninni. Í úrslit komast þeir kylfingar sem standa eftir í  hverjum aldursflokki, 3 kylfingar úr hverjum flokki. Sigurvegari síðasta árs, Björn Viktor  Viktorsson, fer beint í úrslit. Í úrslitum hefja 10 kylfingar leik og leika holur 10-18 á Hlíðavelli. 1 kylfingur dettur út á hverri holu þangað til að einn kylfingur stendur eftir. Veitt  eru verðlaun fyrir efstu 6 sætin. 

Á milli umferða er keppendum boðið upp á súpu og brauð. Gert er ráð fyrir að úrslitin hefjist  klukkan 16:00.  

Sigurvegarar Unglingaeinvígisins frá upphafi:  

2005 – Sveinn Ísleifsson, GKj  

2006 – Guðni Fannar Carrico, GR  

2007 – Andri Þór Björnsson, GR  

2008 – Guðjón Ingi Kristjánsson, GKG  

2009 – Andri Már Óskarsson, GHR  

2010 – Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK  

2011 – Ragnar Már Garðarson, GKG  

2012 – Aron Snær Júlíusson, GKG  

2013 – Ingvar Andri Magnússon, GR  

2014 – Ingvar Andri Magnússon, GR  

2015 – Björn Óskar Guðjónsson, GM  

2016 – Henning Darri Þórðarson, GK  

2017 – Ragnar Már Ríkarðsson, GM  

2018 – Dagbjartur Sigurbrandsson, GR  

2019 – Tómas Eiríksson Hjaltested, GR 

2020 – Björn Viktor Viktorsson, GL

Exit mobile version