Site icon Golfsamband Íslands

Til hamingju Keilir með 50 ára afmælið

Frá 2. flöt á Hvaleyrarvelli. Mynd/keilir.is

Golfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði fagnar 50 ára afmæli klúbbsins um mundir. Keilir var formlega stofnaður þann 25. apríl 1967. Af því tilefni verður haldin vegleg fjölskylduhátíð í Hraunkoti á æfingasvæði Keilis laugardaginn 6. maí.

Einnig hefur saga Keilis verið tekin saman fyrir fyrstu 10 árin og er þar fjallað um aðdragandann, stofnunina og starfsemina 1967-1977. Höfundur er Jóhann Guðni Reynisson en um myndasöfnun sá Magnús Hjörleifsson og Gunnar Þór Halldórsson braut um og hannaði útlit. Bókin er eingöngu gefin út á rafrænu formi og má nálgast hana á vef Keilis, www.keilir.is, frá og með 6. maí.

Keilir hélt viðamikla fjölskylduhátíð í tilefni 50 ára afmælis klúbbsins og þar var fjölmargt í boði og allir voru velkomnir:

 

Exit mobile version