Golfsamband Íslands

Þórdís í 3. sæti í höggleikskeppninni á EM – Ísland í 13. sæti

LEK kvenna 2016

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum +50 ára keppir þessa dagana á Evrópumótinu sem fram fer á Sierra vellinum í Póllandi. Höggleikskeppninni er lokið en þar náði Þórdís Geirsdóttir, Íslandsmeistari í +50 ára flokknum, bestum árangri af íslensku keppendunum. Þórdís lék á +9 samtals og endaði í 3. sæti.

Íslenska liðið endaði í 13. sæti af alls 16 þjóðum sem taka þátt.  Í dag hefst holukeppnin þar sem Ísland leikur gegn Austurríki í B-riðli.

Átta efstu þjóðirnar eiga möguleika á að landa Evróputitlinum og eru þær þjóðir í A-riðli.

1. England (+55) 775 högg
2. Frakkland (+58) 778 högg
3. Írlandi (+61) 781 högg
4. Spánn (+61) 781 högg
5. Belgía (+69) 789 högg
6. Sviss (+77) 797 högg
7. Svíþjóð (+78) 798 högg
8. Holland (+81) 801 högg
9. Þýskaland (+84) 804 högg
10. Skotland (+92) 812 högg
11. Ítalía  (+101) 821 högg
12. Austurríki  (+101) +821
13. Ísland  (+123) +843
14. Danmörk (+131) +851
15. Tékkland (+141) +861
16. Pólland  (+185) +905

20160831_120841

Exit mobile version