Golfsamband Íslands

Stúlknalandslið Íslands endaði í 19. sæti á EM í Svíþjóð

Frá vinstri: Þorbjörg, Hulda Clara Gestsdóttir (GKG), Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA), Kinga Korpak (GS), Amanda Guðrún Bjarnadóttir (GHD), Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (GR), Heiðrún Anna Hlynsdóttir (GOS) og Stefanía Valgeirsdóttir.

Stúlknalandsliðið Íslands keppti á Evrópumótinu í golfi sem fram fer á Forsgården vellinum í Svíþjóð dagana 10.-14. júlí. Ísland endaði í 19. sæti eftir 2. keppnisdag. Ísland mætti Belgíu og Slóvakíu í holukeppninni þar sem keppt var um sæti nr. 17-19 og þar tapaði Ísland báðum leikjunum.

Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir var fyrirliði og ráðgjafi liðsins var Stefanía Kristín Valgeirsdóttir.

Á fyrstu tveimur keppnisdögunum var leikinn höggleikur þar sem að fimm bestu skorin telja. Átta efstu liðin komust í A-riðil og eiga möguleika á að vinna til verðlauna, liðin sem enda í sætum 9 eða neðar keppa í B riðli þar sem leikið er um sæti.

Ítalía fagnaði sigri á EM eftir sigur á Spánverjum í úrslitaleiknum og er þetta í annað sinn á s.l. þremur árum sem Ítalía vinnur EM í þessum aldursflokki. Svíar enduðu í þriðja sæti og Tékkar í því fjórða.

Ísland – Slóvakía

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Heiðrún Anna Hlynsdóttir töpuðu 4/2, Kinga Korpak tapaði 6/5, Amanda Guðrún Bjarnadóttir vann 2/1, Andrea Ýr Ásmundsdóttir tapaði 6/5 og Hulda Clara Gestsdóttir tapaði 2/1.

Ísland -Belgía

Heiðrún Anna Hlynsdóttir og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir töpuðu 3/1, Kinga Korpak tapaði 4/2, Andrea Ýr Ásmundsdóttir tapaði 1/0, Hulda Clara Gestsdóttir tapaði 6/4, Amanda Guðrún Bjarnadóttir 4/3.

Ísland tapaði 4/1 gegn Slóveníu.

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Heiðrún Anna Hlynsdóttir töpuðu 4/2, Kinga Korpak tapaði 6/4, Amanda Guðrún Bjarnadóttir vann sinn leik 2/1, Andrea Ýr Ásmundsdóttir tapaði 6/5 og Hulda Clara Gestsdóttir tapaði 2/1.

Staðan er uppfærð hér:

Amanda Guðrún Bjarnadóttir (GHD), 83-85
Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA), 84-80
Heiðrún Anna Hlynsdóttir (GOS), 86-78
Hulda Clara Gestsdóttir (GKG), 82-74
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (GR), 85-84
Kinga Korpak (GS), 87-76

Frá vinstri: Þorbjörg, Hulda Clara Gestsdóttir (GKG), Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA), Kinga Korpak (GS), Amanda Guðrún Bjarnadóttir (GHD), Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (GR), Heiðrún Anna Hlynsdóttir (GOS) og Stefanía Valgeirsdóttir.

 

Sigurður Elvar
Exit mobile version