Site icon Golfsamband Íslands

Saga og Rúnar Íslandsmeistarar í holukeppni 2019

Saga Traustadóttir, GR og Rúnar Arnórsson, GK eru Íslandsmeistarar í holukeppni 2019.

Þau stóðu uppi sem sigurvegarar á Securitas-mótinu sem lauk í dag á Garðavelli á Akranesi. Íslandsmótið í holukeppni hófst á föstudaginn en alls voru 32 karlar og 23 konur sem tóku þátt.

Saga sigraði Ragnhildi Kristinsdóttur úr GR í úrslitaleiknum en úrslitin réðust á 19. holu í bráðabana. Þar fékk Saga fugl og landaði hún sínum fyrsta Íslandsmeistartitli í holukeppni á Mótaröð þeirra bestu. Hulda Clara Gestsdóttir sigraði Amöndu Guðrúnu Bjarnadóttur úr GHD í leiknum um þriðja sætið 5/4.

Frá vinstri: Ragnhildur, Saga og Hulda Clara. Mynd/seth@golf.is

Rúnar sigraði Ólaf Björn Loftsson úr GKG í úrslitaleiknum 3/2 en Rúnar sigraði á þessu móti í fyrra. Jóhannes Guðmundsson úr GR lagði Arnór Inga Finnbjörnsson úr GR í leiknum um þriðja sætið.

Frá vinstri: Ólafur Björn, Rúnar, Jóhannes. Mynd/seth@golf.is

Öll úrslit má nálgast hér:

Íslandsmeistarar í holukeppni frá upphafi:

Karlaflokkur:

Kvennaflokkur:

Exit mobile version