Site icon Golfsamband Íslands

Reglubreytingar og héraðsdómaranámskeið 2019

Ágætu kylfingar

Vorið nálgast og kylfingar munu brátt byrja að leika eftir nýjum golfreglum, sumir kannski þegar byrjaðir að leika eftir þeim.

Íslensk þýðing á reglunum (Leikmannaútgáfan) verður send heim til kylfinga á næstu dögum og gott er fletta reglulega í bókinni fram á vorið.

Flestir klúbbar munu bjóða upp á kynningar á breytingunum fyrir klúbbmeðlimi.

Til að fræða kylfinga enn frekar um breytingarnar hefur dómaranefnd GSÍ sett saman fréttaskot sem verða birt á www.golf.is, þar sem tekið verður fyrir ein tiltekin reglubreyting í hvert skipti.

Fyrsta birting verður mánudaginn 18.febrúar, og síðan reglulega fram að páskum.

Héraðsdómaranámskeið

Dómaranefndin mun standa fyrir héraðsdómaranámskeiði í vor eins og hefur verið gert síðustu ár. Fyrirlestrar verða 18., 21., 26., og 28. mars 2019, kl. 19:00 – 22:00 og próf þann 30. mars og 4. apríl. Námskeiðið er ókeypis.

Þátttöku í héraðsdómaranámskeiði er hægt að tilkynna með því að senda tölvupóst á domaranefnd@golf.is.

Dómaranefndin vill skora á forráðamenn golfklúbba til ræða við þá félaga sem þeir telja að gætu haft áhuga á að starfa fyrir klúbbinn á sviði mótahalds og dómgæslu og hvetja þá til að afla sér dómararéttinda.

Með reglukveðju,
Dómaranefnd GSÍ

Exit mobile version