Site icon Golfsamband Íslands

Ragnhildur með eitt högg í forskot á Securitasmótinu

Símamótið 2016

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR.

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er efst eftir fyrsta keppnishringinn af alls þremur á Securitasmótinu á Eimskipsmótaröðinni sem hófst í dag í Grafarholti. Ragnhildur lék á 2 höggum yfir pari og er  hún með naumt forskot á Sögu Traustadóttur úr GR. Keppni er hörð um stigameistaratitilinn í kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni en Ragnhildur er í harði baráttu um stigameistaratitilinn.

Staðan á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar eftir endurröðun fyrir Securitasmótið:

Smelltu hér til að fylgjast með skori keppenda á Securitasmótinu. 

Staðan hjá efstu kylfingum í kvennaflokki:
1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 73 högg +2
2. Saga Traustadóttir, GR 74 högg +3
3. Nína Björk Geirsdóttir, GM 75 högg +4
4. Berglind Björnsdóttir, GR 76 högg +5
5. Karen Guðnadóttir, GS 76 högg +5
6. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 76 högg +5
7. Heiða Guðnadóttir, GM 76 högg +5


Exit mobile version