Golfsamband Íslands

Öldungamótaröð LEK 2020 – stigameistarar, landslið og ýmislegt fleira

Öldungamótaröð LEK 2020 er lokið. Síðasta mót tímabilsins fór fram sunnudaginn 27. september á Hellu. Aðstæður á Hellu vor vægast sagt ekki góðar, ausandi rigning en ekki mikill vindur. Árangur kylfinga var samt ótrúlega góður. Ræst var út af öllum teigum og alls voru um 70 keppendur. LEK kann Golfklúbbnum á Hellu bestu þakkir fyrir að hýsa mótið, með mjög stuttum fyrirvara eftir að GR sagði sig frá því.

Á Öldungamótaröðinni vor alls fimm mót ásamt Íslandsmóti eldri kylfinga.

Eins og venja er til þá var á mótaröðinni keppt um stigameistara Öldungamótaraðar LEK í kvenna og karla flokki, með og án forgjafar.

Stigameistarar 2020 eru eftirfarandi:

Konur án forgjafar: Þórdís Geirsdóttir.

Konur með forgjöf: María Málfríður Guðnadóttir.

Karlar án forgjafar: Tryggvi Valtýr Traustason.

Karlar með forgjöf: Guðni Vignir Sveinsson.

Hér neðst í fréttinni má sjá lista yfir 10 efstu í hverjum flokki. 

Á mótaröðinni var einnig keppt til landsliða í fjórum flokkum. Eins og áður hefur komið fram þá féllu öll landsliðsverkefni ESGA og ESLGA niður þetta sumarið. Vonandi verður ástandið betra sumarið 2021. 

Í flokki kvenna 50 ára og eldri er valið landslið  5 einstaklinga til þátttöku í móti ESLGA, Marisa Sgaravatti Trophy. 

Mótið er áætlað 13.-16. júlí 2021 á Konopiste Golfclub í Tékklandi. Nafnalistinn er birtur með fyrirvara vegna reglna um forgjöf. Listinn verður endurskoðaður um áramót og miðast við að keppendur séu ekki með lægri forgjöf en 6,5.

Átta efstu á listanum eru:

Í flokki karla 55 ára og eldri eru valin tvö lið með sex einstaklingum í hvoru liði. Mótið er áætlað 3.-6. ágúst 2021 á Paris-Versailles í Frakklandi.

Í liði án forgjafar eru:

Í liði með forgjöf eru:

Í flokki karla 65 ára og eldri er valið eitt lið með sex leikmönnum. Þrír efstu án forgjafar og þrír efstu með forgjöf skipa liðið. Mótið er áætlað 30. júní – 2. júlí 2021 í Padova á Ítalíu.

Í liðinu eru:

Rétt er að taka fram að allir þessir listar eru birtir með fyrirvara um breytingar.

Mikil fjöldi tók þátt í Öldungamótaröðinni á þessu ágæta golfsumri. Meðaltals þátttaka í mótum sumarsins að Íslandsmótinu meðtöldu  var 136 sumarið 2020. Til samanburðar voru þeir 128 að meðaltali 2019.

Stjórn LEK þakkar öllum sem tóku þátt í mótum sumarsins og einnig fyrir gott samstarfi við þá klúbba sem héldu þessi LEK mót í sumar. Hópur kylfinga 50 ára og eldri er vel yfir helmingur kylfinga á Íslandi og fer fjölgandi. Þeir eru einnig sá hópur sem spilar mest golf. Gott samstarf við golfklúbbana er því mikilvægt til að hægt sé að halda úti góðri mótaröð fyrir kylfinga innan LEK.

Stigalistar Öldungamótaraðar LEK 2020:

Exit mobile version