Golfsamband Íslands

Ólafía og Þórður bættu vallarmetin á Jaðarsvelli á Pro/Am mótinu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Þórður Rafn Gissurarson ásamt Ágústi Jenssyni framkvæmdastjóra GA. Mynd/seth@golf.is

Það er ljóst að keppendur á Íslandsmótinu í golfi eru vel undirbúnir fyrir mótið sem hefst á fimmtudaginn á Jaðarsvelli á Akureyri. Vallarmetin voru bætt í dag á Pro/Am móti sem fór fram í dag en Golfklúbbur Akureyrar stóð að mótinu með glæsibrag. Áður en mótið hófst var Golfsamband Íslands og Golfklúbbur Akureyrar með fréttamannafund í golfskálanum á Jaðarsvelli þar sem farið var yfir ýmis atriði sem tengjast mótinu.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR lék best allra af bláum teigum í dag eða 68 höggum eða -3 en fyrra vallarmetið átti hin 14 ára gamla Andrea Ýr Ásmundsdóttir úr GA eða 72 högg (+1). Ólafía er því til alls líkleg á Íslandsmótinu en sérfræðingar sem golf.is fékk til að spá fyrir um úrslit mótsins voru nánast á einu máli að Ólafía verði Íslandsmeistari.

Þórður Rafn Gissurarson, Íslandsmeistari 2015, bætti einnig vallarmetið á Jaðarsvelli í dag en hann lék á 68 höggum eða -3. Hann bætti vallarmetið um tvö högg en Eyþór Hrafnar Ketilsson úr GA lék völlinn fyrir skemmstu á 70 höggum eða -1.

Þórður og Ólafía gerðu út um úrslitin í skemmtilegum „bráðabana“ við 18. flötina þar sem þau kepptust um að koma boltanum sem næst holu úr frekar erfiðri stöðu. Ólafía sló á undan og setti boltann 87 cm frá holunni en Þórður Rafn stóðst álagið og var 2 cm nær holu þegar Ágúst Jensson framkvæmdastjóri GA var búinn að mæla hvor þeirra væri nærri holu.

Það voru fleiri kylfingar sem léku vel í dag á Jaðarsvelli og má þar nefna að Birgir Leifur Hafþórsson, sexfaldur Íslandsmeistari úr GKG, lék á 69 höggum.

Íslandsmót 2016

Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ.
Haukur Örn Birgsson forseti GSÍ.
Sigmundur Ófeigsson formaður GA.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Þórður Rafn Gissurarson ásamt Ágústi Jenssyni framkvæmdastjóra GA. Mynd/seth@golf.is
Þórður Rafn Gissurarson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Ólafía Þórunn vippar hér inn á 18. flötina. Páll Ketilsson frá kylfingur.is fylgist grannt með. Mynd/seth@golf.is
Ólafía Þórunn vippar hér inn á 18. flötina. Páll Ketilsson frá kylfingur.is fylgist grannt með. Mynd/seth@golf.is
Það voru margir að fylgjast með gangi mála í bráðbananum um sigurinn. Mynd7seth@golf.is
Það voru margir að fylgjast með gangi mála í bráðbananum um sigurinn. Mynd7seth@golf.is
Þórður Rafn Gissurason vippar hér inn á flötina á 18. Mynd/seth@golf.is
Þórður Rafn Gissurason vippar hér inn á flötina á 18. Mynd/seth@golf.is
Það var hörð keppni um sigurinn eins og sjá má.
Ágúst Jensson framkvæmdastjór GA mælir hvor boltinn sé nær holu. Mynd/seth@golf.is

 

Úrsltin ráðinn, Þórður var 2 cm nær holu en Ólafía.
Exit mobile version