Site icon Golfsamband Íslands

Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn í Kanada á LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/let.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á á Opna kanadíska meistaramótinu sem hófst á fimmtudaginn. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía Þórunn lék á 75 höggum á fyrsta hringnum en hún lék á 73 höggum á öðrum hringnum. Hún var því samtals á +6 og það dugði ekki til þess að komast í gegnum niðurskurðinn.

Staðan:

Þetta er 17. mótið hjá Ólafíu á LPGA mótaröðinni á þessu tímabili. Hún er í 103. sæti peningalistans en hún þarf að vera í hópi 100 efstu í lok tímabilsins til þess að halda keppnisréttinum á LPGA-mótaröðinni.

Það eru um 10 mót eftir á þessu tímabili á LPGA mótaröðinni og þar af eitt risamót, Evian Masters í Frakklandi.

 

Exit mobile version