Site icon Golfsamband Íslands

Nýtt vallarmat og vægi golfvalla

Vallarmat GSÍ

Síðasta sumar og núna í vetur hefur vallarmatsnefnd GSÍ gefið út nýtt vallarmat fyrir 17 golfklúbba. Golfvellirnir fengu heildarmat eða nýtt mat á einstökum teigum. Eftirfarandi vellir eru með breytt vallarmat og þar af leiðandi nýja vallarforgjöf.

Víkurvöllur, Glannavöllur, Kollur, Haukadalsvöllur, Miðdalsvöllur, Mýrin, Skeggjabrekkuvöllur, Svarfhólsvöllur, Skeljavíkurvöllur, Hlíðavöllur, Bakkakotsvöllur, Bárarvöllur, Hlíðarendavöllur, Strandarvöllur, Jaðarsvöllur, Silfurnesvöllur, Grafarholtsvöllur og Nesvöllur.

Fyrirhugað er að meta 10-15 golfvelli í sumar. Þeir golfklúbbar sem ætla gera breytingar á golfvellinum í sumar eða hafa gert breytingar á honum í vetur ber að tilkynna þær til Golfsambandsins.

Ítarlegri upplýsingar um hvernig vallarmat fer fram má finna undir golf.is/vallarmat

Exit mobile version