Golfsamband Íslands

Landsliðsþjálfararnir hafa valið karlaliðið sem fer á EM í Lúxemborg í júlí

Andri Þór Björnsson.

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari og Birgir Leifur Hafþórsson aðstoðar landsliðsþjálfari hafa valið karlalandsliðið í golfi sem keppir í Evrópukeppni landsliða í  2. deild dagana 6.-9. júlí á Kikiyoka vellinum í Lúxemborg.

Liðið verður þannig skipað.

Andri Þór Björnsson GR, efsta sæti WAGR heimslistans og efsta sæti stigalista GSÍ.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR, annað sæti WAGR heimslistans.

Egill Ragnar Gunnarsson GKG, efsta sæti í úrtökumóti um sæti í karlalandsliði

Haraldur Franklin Magnús GR, þriðja sæti WAGR heimslistans. Sigur og lægsta meðalskor í háskólagolfi á seinasta tímabili. Val landsliðsþjálfara

Gísli Sveinbergsson GK. Íslandsmeistari í holukeppni. Val landsliðsþjálfara

Aron Snær Júlíusson GKG. Val landsliðsþjálfara

Þjálfari/liðsstjóri: Birgir Leifur Hafþórsson

Úlfar og Birgir segja að valið um sjötta sætið í liðinu hafi verið mjög erfitt og nokkrir kylfingar hafi komið þar til greina. 

„Eftir þetta ár missum við þrjá sterka kylfinga sem gerast atvinnumenn, Andra, Harald og Guðmund,  og því teljum við mikilvægt að tveir nýliðar séu í liðinu að þessu sinni. Einnig er horft til stíganda og stöðugleika í leik leikmanna í aðdraganda verkefnis. Foursome leikirnir eru mikilvægir og þar hugsum við um mögulegar.“

Með kveðju,

Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari

Birgir Leifur Hafþórsson, aðstoðar landsliðsþjálfari

 

Símamótið 2016
Andri Þór Björnsson, GR.

 

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Egill Ragnar Gunnarsson slær hér á 5. teig á Korpunni á fyrri keppnisdeginum á úrtökumótinu um eitt öruggt sæti í A-landsliði karla. Mynd/seth@golf.is
Haraldur Franklín Magnús.
Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd/seth@golf.is
Meistari- Aron Snær slær hér upphafshöggið á 5. teig.

 

 

Exit mobile version