Site icon Golfsamband Íslands

Keppt í golfi á Landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki

Axel Bóasson.

Axel Bóasson.

Keppni í golfi á Landsmóti UMFÍ fer fram á Hlíðarendavelli við Sauðárkrók. Keppnin fer fram dagana 13.-15. júlí.

Völlurinn er afar skemmtilegur 9 holu völlur og í svolítið krefjandi en fallegu landslagi.

Opið mót er á föstudag, 50 ára og eldri keppa á laugardag  og er svo aðalmót helgarinnar á sunnudag.

Sjá frekari upplýsingar hér.

Upplýsingar: 

Keppnisfyrirkomulag: 18 holu punktakeppni, með og án forgjafar.

Ræst verður út samtímis kl. 09:00 á öllum teigum. Keppendur þurfa að mæta við golfskálann kl. 8:30 til að fá upplýsingar um byrjunarteig o.fl.

Hámarks leikforgjöf veitt: Karlar 24 – Konur 28.

Hingað til hefur ekki tíðkast að hafa landsmótskeppnir með forgjöf en við breytum því núna. Þetta fyrirkomulag höfðar frekar til hins „venjulega“ kylfings heldur en miskunnarlaus höggleikur.

Þeir sem eru ekki í golfklúbbi hafa ekki forgjöf og geta ekki keppt til verðlauna í forgjafarkeppninni. Allir geta þó tekið þátt þar sem engar skorður eru settar í keppni án forgjafar.

Sjá frekari upplýsingar hér.

Exit mobile version