Golfsamband Íslands

Karen Sævars og Guðrún Brá verða með „Stelpubúðir“ í Hraunkoti

Það verður nóg um að vera hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði dagana 27.-29. desember.

Þar verður boðið uppá „Stelpubúðir“ sem Karen Sævarsdóttir, áttfaldur Íslandsmeistari í golfi og LPGA kennari, stendur fyrir.

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir mun koma í heimsókn á heimavöllinn sinn hjá Keili.

Þar verður þrefaldi Íslandsmeistarinn með sýnikennslu fyrir þátttakendur og mun hún einnig gefa góð ráð og ræða um golfíþróttina.

Eins og áður segir eru þessar æfingar miðaðar við stelpur á aldrinum 9-12 ára og 13-18 ára.

Nánar í auglýsingunni hér fyrir neðan.

Nánari upplýsingar gefur Karl Ómar Karlsson, íþróttastjóri Keilis, kalli@keilir.is

Exit mobile version