Site icon Golfsamband Íslands

Karen ráðin íþróttastjóri GS

Karen Sævarsdóttir hefur verið ráðin sem íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja. Karen er vel málum kunn hjá klúbbnum enda uppalin í Leirunni og þekkir vel allt starf GS, þetta kemur fram á heimasíðu klúbbsins.

Karen er menntuð LPGA golfkennari og hefur áður þjálfað hjá GS. Auk þess keppti Karen lengi undir merkjum GS með frábærum árangri. Hún hefur varð t.a.m. átta sinnum í röð Íslandsmeistari í golfi (sjá Íslandsmeistara GS) og hefur níu sinnum orðið klúbbmeistari GS (sjá klúbbmeistara).
Karen kemur til með að sinna starfi íþróttastjóra samhliða golfkennslu og annari vinnu. Stjórn GS býst við góðu samstarfi við Karen og hlakkar til komandi golftímabils.

Sigurður Elvar
Exit mobile version