Site icon Golfsamband Íslands

Íþróttaæfingar – og keppni í öllum aldursflokkum heimilaðar að nýju

Heilbrigðisráðneytið hefur nú birt frétt um tilskakanir á takmörkunum á samkomum, frá og með 13. janúar nk. Sá fyrirvari er þó á tilslökunum að faraldurinn þróist ekki á verri veg. Helstu breytingar varðandi íþróttastarfið eru eftirfarandi:

Frétt stjórnarráðsins er að finna hér fyrir neðan:

Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda. Fjöldamörk í sviðslistum verða aukin þannig að 50 manns mega vera á sviði og í sal 100 fullorðnir og 100 börn. Sama gildir um aðra menningarviðburði. Þetta er meginefni breyttra reglna um samkomutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og kynntar voru á fundi ríkisstjórnar í dag. Áformaðar breytingarnar taka gildi 13. janúar og gilda til 17. febrúar næstkomandi. 

Sóttvarnalæknir leggur til þessar tilslakanir þar sem vel hafi gengið að sporna gegn útbreiðslu COVID-19 hér á landi. Hann bendir á að víða erlendis sé faraldurinn í mikilli uppsveiflu, meðal annars vegna nýs afbrigðis veirunnar sem til þessa hafi ekki náðst að breiðast út hérlendis. Sóttvarnalæknir setur tillögur sínar því fram með fyrirvara um að þróun faraldursins snúist ekki á verri veg.

Helstu breytingar eru þessar:

———–

Exit mobile version