Golfsamband Íslands

Íslandsmót unglinga 2021 – Böðvar Bragi Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára

Íslandsmót unglinga í höggleik 2021 fór fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar á Hlíðavelli dagana 20.-22. ágúst 2021.

Böðvar Bragi Pálsson, GR, sigraði í flokki 17-18 ára en hann lék samtals á 2 höggum undir pari vallar, 214 höggum (73-68-73).

Breki Gunnarsson Arndal, GKG, varð annar á +10 samtals 226 höggum (74-76-76).
Jafnir í 3. sæti á 231 höggi eða +15 voru þeir Bjarni Þór Lúðvíksson, GR (78-75-78) og Mikael Máni Sigurðsson, GA, (78-73-80).

Smellltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Myndasafn frá Íslandsmóti unglinga 2021 – smelltu hér.

Frá vinstri Barni Þór Lúðvíksson GR Mikael Máni Sigurðsson GA Böðvar Bragi Pálsson GR og Breki Gunnarsson Arndal Myndsethgolfis
Böðvar Bragi Pálsson GR Myndsethgolfis
Exit mobile version