Site icon Golfsamband Íslands

Íslandsmót unglinga 14 ára og yngri 2023 – skráningu lýkur 13. ágúst

Íslandsmót unglinga í höggleik 14 ára og yngri fer fram á Korpuvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur dagana 18.-20. ágúst. Skráningur lýkur sunnudaginn 13. ágúst 2023.

Smelltu hér til að skrá þig.

Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á fyrir kl. 23:59 á sunnudeginum 13. ágúst.

Mótsgjald er 8.500 kr. Þátttökugjöld skulu greidd við skráningu. Engar undantekningar á skráningu í mótið verða leyfðar eftir að skráningu lýkur, þó svo laus sæti séu í mótið. 

Keppt er í eftirtöldum flokkum:

Aldur miðast við almanaksár.

Þátttökurétt í hverjum flokki hafa, í þessari röð:

1. Efstu leikmenn á unglingastigalista GSÍ á yfirstandandi ári í viðkomandi flokki, þegar skráningarfresti lýkur (á ekki við í flokkum 12 ára og yngri). Mótsstjórn ákveður fjölda leikmanna. Ef tveir eða fleiri leikmenn eru jafnir í síðasta sætinu skulu þeir báðir/allir fá þátttökurétt.

2. Sigurvegarar á áskorendamótum á yfirstandandi ári í flokkum 10 ára og yngri, 12 ára og yngri og 14 ára og yngri.

3. Aðrir leikmenn með lægstu forgjöf kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur. Standi val á milli keppenda með sömu forgjöf skal hlutkesti ráða.

Hámarksfjöldi leikmanna er 100, að hámarki 25 í hverjum flokki.

Ef ekki er full skráning í einhverjum flokkum skulu þeir leikmenn sem fjærst eru forgjafarmörkum í sínum flokki (þar sem er umframskráning) fá þátttökurétt. Miðað er við forgjöf leikmanna kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur. Standi val á milli leikmanna með sömu forgjöf skal hlutkesti ráða.

Forfallist kylfingur eftir að rástímar 1. umferðar hafa verið gefnir út skal sá kylfingur á biðlista sem er með lægstu forgjöf í viðkomandi flokki fá þátttökurétt í ráshópi þess sem forfallaðist.

Á fyrsta keppnisdegi er keppendum raðað af handahófi á rástíma en annan og þriðja dag verður raðað út eftir skori.

Allar breytingar á skráningu í mótið ber að senda tímanlega með tölvupósti á motanefnd@golf.is. Athugið að kylfingur verður ekki afskráður úr mótinu eftir að rástímar hafa verið birtir.

Einn æfingahringur án endurgjalds er heimilaður. Keppnisvöllurinn verður opinn til æfinga fyrir skráða keppendur á þessum tímum:

Bóka þarf æfingahring hjá klúbbnum fyrir miðnætti sunnudaginn 13. ágúst í gegnum netfangið grskrifstofa@grgolf.is – athugið að greiða verður mótsgjaldið áður en æfingahringur er leikinn. Að auki eru æfingaboltar í Básum fyrir hring á keppnisdögum innifaldir í þátttökugjaldi. Athugið almennar reglur um æfingahring.

Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í öllum flokkum. Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani en að öðru gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt á milli þeirra keppenda.

Verðlaunaafhending verður haldin strax að lokinni keppni í hverjum aldursflokki fyrir sig.

Dómari: Nicholas Cathart-Jones

Mótsstjórn: Ólafur Már Einarsson, Ómar Örn Friðriksson, Dóra Eyland, Atli Þór Þorvaldsson, Sóley Bærings

Birt með fyrirvara um breytingar.

Sigurður Elvar
Exit mobile version