Site icon Golfsamband Íslands

Hús og Lóðir ehf. styrkir unglingastarf GB um eina milljón króna

Jóhannes Ármannsson framkvæmdastjóri GB og Snorri Hjaltason.

Golfklúbbur Borgarness og Hús og Lóðir ehf. (Snorri Hjaltason og Brynhildur Sigursteinsdóttir) hafa undirritað styrktarsamning að upphæð 1.000.000 króna.

Styrktarsamningurinn kveður á að upphæðinni sé varið til uppbyggingar á barna- og unglingastarfið hjá golfklúbbnum.

Golfklúbbur Borgarness hefur á sl. árum tekið myndarlega á barna- og unglingastarfi klúbbsins, sú síðast undir handleiðslu Magnúsar Birgissonar PGA golfkennara. Kemur þessi styrkur til með að vera mikil innspýting í þetta góða starf klúbbsins.

Golfklúbbur Borgarness vill koma á framfæri miklu þakklæti til þeirra hjóna, Snorra og Brynhildar.

Exit mobile version