Golfsamband Íslands

Heimkomu Ólafíu Þórunnar fagnað í Laugardalshöll – þriðjudaginn 29. desember

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni í golfi með frábærum árangri á lokaúrtökumótinu sem fram fór í desember. Ólafía er þriðji íslenski kylfingurinn sem kemst inn á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili náði því fyrst allra árið 2005 og Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG fylgdi í kjölfarið árið 2007.

Golfklúbbur Reykjavíkur, Golfsamband Íslands og Forskot afrekssjóður ætla að heiðra Ólafíu með mótttöku í Laugardalshöll þriðjudaginn 29. desember og hefst athöfnin kl. 18.00. Keppnistímabilið hefst í febrúar á næsta ári hjá Ólafíu. Hún mun hefja ferilinn á LET Evrópumótaröðinni á móti sem fram fer á Nýja-Sjálandi og í kjölfarið taka við tvö mót sem fram fara í Ástralíu. Keppnisdagatal LET Evrópumótaraðarinnar er neðst í þessu skjali.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR. Mynd/GSÍ
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR. Mynd/GSÍ

Keppnisdagskrá LET Evrópumótaraðarinnar 2016:


Febrúar:
12.– 14. Nýja Sjáland  
ISPS Handa New Zealand Women’s Open (Clearwater Golf Club Harewood).

18.– 21. Ástralía
ISPS Handa Australia Women’s Open (The Grange Golf Course, West Course).

  1. – 28. Ástralía
    RACV Ladies Masters (RACV Royal Pines Resort, Gold Coast, Queensland).


Mars:

  1. – 13. Kína
    World Ladies Championship (Mission Hills Dongguan’s Rose-Poulter & Olazabal Courses).


Maí:

5.– 8. Marokkó
Lalla Meryem Cup (Royal Golf Dar Es Salam, Rabat).
12. – 15. Kína
Buick Invitational (Shanghai Qizhong Garden Golf Club).


Júní:
5. – 8. Tyrkland
Turkish Airlines Ladies Open (National Golf Club, Belek, Antalya).

  1. – 19. Tékkland
    Pilsen Golf Masters (Golf Park Plzeň – Dýšina, Prag).


Júlí:

  1. – 24. Skotland
    Aberdeen Asset Management Ladies Scottish Open (Dundonald Links, Troon).
    28. – 31. England
    Ricoh Women’s British Open (Woburn Golf and Country Club)


Ágúst:

  1. – 18. Brasilía
    Ólympíuleikar (Reserva da Marapendi).
  2. – 28. England  
    ISPS HANDA Ladies European Masters


September:

  1. – 11. Svíþjóð
    The Swedish Open.
  2. – 18. Frakkland
    Evian Championship (Evian Resort Golf Club, Evian-les-Bains).

 

Október:
6. – 9. Frakkland
Lacoste Ladies Open de France (Golf de Chantaco, Saint Jean De Luz).

  1. – 16. Kína
    Xiamen International Ladies Open (Xiamen Orient Golf Country Club, Haicang, Xiamen)
  2. – 23. Kína
    Sanya Ladies Open, (Yalong Bay Golf Club, Sanya, Hainan Province).
  3. – 13. Indland
    Hero Women’s Indian Open (DLF Golf and Country Club, Gurgaon).


Desember:

  1. – 4.  Japan
    Kowa Queens Cup (Liðakeppni) (Miyoshi Country Club, Aichi Prefecture).
  2. – 10. Sameinuðu arabísku furstadæmin
    Omega Dubai Ladies Masters (Emirates Golf Club, (Majlis Course).

Exit mobile version