Site icon Golfsamband Íslands

Haukur Örn í framboði til stjórnar Evrópska golfsambandsins

Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ.

Kosið verður í stjórn Evrópska golfsambandsins, EGA, um næstu helgi á ársþingi sambandsins, sem fer fram í fæðingarbæ golfíþróttarinnar, St. Andrews í Skotlandi. Í stjórn EGA sitja tíu einstaklingar og hefur forseti Golfsambands Íslands, Haukur Örn Birgisson, ákveðið að gefa kost á sér. Hljóti Haukur Örn kosningu þá verður hann fulltrúi Norðurlandanna og austur Evrópu í framkvæmdstjórninni.

„Undanfarin fjögur ár hef ég setið í mótsstjórn EGA og á þeim tíma hefur Ísland tvívegis verið valið sem keppnisstaður fyrir Evrópumót í golfi. Á næsta ári mun fara fram Evrópumót kvennalandsliða á Urriðavelli og það verður stærsta verkefni okkar til þessa. Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn af hinum Norðurlandaþjóðunum til að vera fulltrúi þeirra í framkvæmdastjórn EGA og heiðurinn yrði enn meiri verði ég kosinn. Það yrði virkilega spennandi en við sjáum til hvernig kosningarnar fara“, sagði Haukur Örn í tilefni af framboði sínu til stjórnar EGA.

Haukur Örn yrði fyrsti Íslendingurinn til að taka sæti í framkvæmdastjórn EGA.

Exit mobile version