Haraldur Franklín Magnús. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús, GR, endaði í 39. sæti á Áskorendamótaröðinni um liðna helgi en leikið var í Portúgal. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, var einnig á meðal keppenda en hann lék fyrstu tvo hringina á pari samtals sem dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn.

Haraldur Franklín lék hringina fjóra á -4 samtals en hann lék lokahringinn á 5 höggum undir pari (70-72-75-67)

Marcel Schneider frá Þýskalandi sigraði á mótinu á 19 höggum undir pari samtals.

Haraldur Franklín er í 47. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar og Guðmundur Ágúst er í sæti nr. 82 á stigalistanum. Það eru aðeins fjögur mót eftir á keppnisdagskrá Áskorendamótaraðarinnar á þessu tímabili. Næsta mót fer fer fram dagana 30. september – 3. október, Swiss Challenge mótið, sem fram fer á Golf Saint Apollinaire vellinum í Frakklandi.

Að því móti loknu fara fram tvö mót á Spáni – og eru það síðustu mótin fyrir lokamótið á Mallorca. Á lokamótið komast 45 efstu á stigalista Áskorendamótaraðarinnar og 20 efstu að því móti loknu fá keppnisrétt á Evrópumótaröðinni.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ