Site icon Golfsamband Íslands

Guðrún Brá keppir á úrtökumótinu fyrir LPGA

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili verður á meðal keppenda á úrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð heims, LPGA. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðrún Brá reynir sig á úrtökumóti fyrir atvinnumótaröð en hún lauk háskólanámi s.l. vor frá Fresno State í Bandaríkjunum. Það verða tveir íslenskir keppendur á úrtökumótinu fyrir LPGA í ár en Valdís Þóra Jónsdóttir er einnig á meðal keppenda.

Keppnin hefst á fimmtudaginn þar sem rúmlega 350 kylfingar keppa á þremur keppnisvöllum.

Alls verða leiknir fjórir hringir, samtals 72 holur, á fjórum keppnisdögum. Alls komast 90 efstu áfram á 2. stig úrtökumótsins og eru þá einu skrefi nær því að komast inn á sjálft lokaúrtökumótið.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er með keppnisrétt á LPGA mótaröðinni en hún náði í fyrra að komast í gegnum öll þrjú stig úrtökumótsins.

Exit mobile version