Golfsamband Íslands

Guðrún Brá keppir á LET Evrópumótaröðinni í Sádí-Arabíu 4.-7. nóvember

Guðrún Brá Björgvinsdóttir í Sádí Arabíu 2020. Mynd/Tristan Jones.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili Hafnarfirði, leikur á tveimur mótum á LET Evrópumótaröðinni í Sádí-Arabíu á næstu tveimur vikum. Fyrra mótið hefst þann 4. nóvember en leikið er á Royal Greens Golf & Country Club.

Nánar um mótið hér:

Mótið sem fer fram í þessari viku er 14. mótið hjá Guðrúnu Brá á þessu tímabili á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki.

Hún er í 78. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar fyrir þetta mót. Besti árangur hennar á tímabilinu er 12. sæti.

Guðrún Brá tók þátt á þessu móti í fyrra í Sádí Arabíu. Hún lék þá á 80-76 höggum og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Til samanburðar þá endaði Guðrún Brá í 127. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar í fyrra.

Exit mobile version