Auglýsing

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GKG, hefur leik þann 2. febrúar á Ras Al Khaimah mótinu sem fram fer á Al Hamra vellinum í Ras al-Kaíma sem er hluti af Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 

Mótið er hluti af DP World Tour, Evrópumótaröðinni, sem er í hæsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. 

Daninn Nicolai Højgaard hefur titil að verja á þessu móti. Á meðal keppenda má nefna Ryan Fox, Adri Arnaus og Jens Dentorp – sem hafa allir sigrað á móti á þessum velli. 

Padraig Harrington frá Írlandi, sem hefur sigrað þrívegis á risamóti, er á meðal keppenda. Harrington hefur sigrað á 16 mótum á DP World Tour.

Guðmundur Ágúst tryggði sér keppnisrétt á DP World Tour s.l. haust á lokaúrtökumótinu sem fram fór á Spáni. Hann lék á þremur mótum í Suður-Afríku og einu á Máritíus í lok síðasta árs. Mótið í Ras al-Kaíma er því fimmta mótið á tímabilinu hjá Guðmundi á þessu tímabili. 

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á Ras Al Khaimah mótinu. 

Furstadæmin eru Abú Dabí, Adsman, Dúbæ, Fúdsaíra, Ras al-Kaíma, Sjarja og Úmm al-Kúvaín. Þau eiga landamæri að Sádí-Arabíu og Óman og strönd að Persaflóa.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ