Auglýsing

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, endaði jafn í 16. sæti á lokamóti Áskorendamótaraðarinnar, Challenge Tour. Guðmundur Ágúst lék hringina fjóra á -3 samtals (72-68-70-71) eða 281 höggi. Keppt var á spænsku eyjunni Mallorca.

Fyrir árangurinn fékk Guðmundur Ágúst 4.690 Evrur eða sem nemur 760.000 kr. Á tímabilinu fékk Guðmundur Ágúst sem nemur 3,5 milljónum kr. í verðlaunafé í alls 11 mótum.

Ondrej Lieser frá Tékklandi hélt áfram að leika vel á lokakafla mótaraðarinnar. Tékkinn sigraði á þriðja síðasta mótinu og var þar með fyrsti kylfingurinn frá Tékklandi til að sigra á Áskorendamótaröðinni. Lieser gerði enn betur með því að sigra á lokamótinu þar sem hann lék á 11 höggum undir pari vallar (70-69-66-68). Fyrir sigurinn fékk Lieser rúmlega 10 milljónir kr.

Guðmundur Ágúst endaði í 46. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar. Hann lék á alls 11 mótum og besti árangur hans var 5. sætið.

Staðan er uppfærð hér:

Þetta er aðeins í annað sinn sem íslenskur karlkylfingur kemst inn á lokamót Áskorendamótaraðarinnar. Árangur Guðmundar er því næst besti árangur sem íslenskur atvinnukylfingur hefur náð á Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur Hafþórsson komst inn á lokamótið árið 2017 og endaði hann í 35. sæti á stigalistanum eftir að hafa leikið á alls 17 mótum.

Á lokamótinu 2020 voru 45 keppendur en að þessu sinni fengur aðeins fimm stigahæstu leikmenn tímabilsins keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Á undanförnum árum hafa 20 efstu á stigalistanum fengið keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en vegna Covid-19 verða aðeins 5 sæti í boði að þessu sinni.

Haraldur Franklín Magnús náði ekki að komast inn á lokamótið en hann er í sæti nr. 85 á stigalistanum eftir að hafa farið upp um 20 sæti í þessari viku

Keppendalistinn er hér:

Guðmundur Ágúst hefur farið hratt upp stigalistann á Áskorendamótaröðinni á þessu tímabili. Hann var í sæti nr. 135 þegar keppnistímabilið hófst

Birgir Leifur Hafþórsson, sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi, er eini íslenski atvinnukylfingurinn í karlaflokki sem hefur komist inn á lokamótið á Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur var í 35. sæti fyrir lokamótið en endaði í 35. sæti á lokastigalistanum. Það er besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á Áskorendamótaröðinni.

Birgir Leifur er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur komist inn á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu með fullan keppnisrétt.

Aðeins fimm íslenskir karlkylfingar hafa verið með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni frá árinu 1999 þegar Birgir Leifur braut ísinn.

Birgir Leifur á 16 keppnistímabil að baki á Áskorendamótaröðinni og alls 155 mót. Besti árangur hans er 1. sæti árið 2017 á móti í Frakklandi og er það eini sigur hans á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu.

Árið 2002 lék Björgvin Sigurbergsson, GK, á 11 mótum á Áskorendamótaröðinni og endaði í 179. sæti á stigalistanum.

Axel Bóasson, GK, lék á 16 mótum árið 2018 og endaði í sæti nr. 224 á stigalistanum.

Guðmundur Ágúst, GR, er á sínu öðru tímabili á Áskorendamótaröðinni. Hann lék á 6 mótum í fyrra og endaði í sæti nr. 109 á stigalistanum. Haraldur Franklín, GR, er á sínu fyrsta tímabili á Áskorendamótaröðinni.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ