Golfsamband Íslands

Golfklúbburinn Oddur fékk sjálfbærniverðlaun GSÍ 2022

Golfklúbburinn Oddur fékk sjálfbærniverðlaun Golfsambands Íslands fyrir árið 2022.

Viðurkenning þess efnis var afhent á formannafundi Golfsambands Íslands sem fram fór laugardaginn 12. nóvember í Laugardalshöll. Þetta er í annað sinn sem GSÍ veitir slíkt verðlaun til golfklúbbs á Íslandi en Keilir í Hafnafirði fékk verðlaunin árið 2021.

Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, afhenti verðlaunin ásamt Arlette Anderson, framkvæmdastjóra sjálfbærnis hjá R&A.

Hulda sagði eftifarandi þegar viðurkenningin var ahent.

„Golfklúbburinn Oddur starfar í anda hugmyndafræðinnar um sjálfbærni og sjálfbæra þróun. Urriðavöllur tekur mið af hrauninu og sérkenni landslagsins þar sem aðstaðan og umgengni er til fyrirmyndar. Klúbburinn er með GEO vottun og hefur unnið sjálfbærni að leiðarljósi í mörg ár. Þar má nefna stóraukna notkun á rafmagnsslátturvélum. GO hefur tekið virkan þátt í verkefni GSÍ um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Að auki hefur GO tekið þátt frá upphafi í
innleiðingu á Klappar hugbúnaðinum til að ná utan um helstu umhverfisáhrif auk annarra þátta s.s. jafnréttismál og góða stjórnarhætti. Á umráðasvæði klúbbsins eru frátekin bílastæði fyrir rafbíla og hleðslustöðvar í boði. GO hefur tekið virkan þátt í að halda mót fyrir yngri landslið kvenna og lætur sig alla þætti sjálfbærnina varða s.s. samfélagsmál og stjórnarhætti. Þannig hefur golfklúbburinn Oddur lagt upp með að virkja fjölbreyttan hóp fólks og huga að jöfnu kynjahlutfalli í stjórnum og nefndum

Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, afhenti viðurkenninguna ásamt Arlette Anderson, framkvæmdastjóra sjálfbærnis hjá R&A. Kári Sölmundarson, formaður GO, tók við viðurkenningunni. Frá vinstri: Arlette, Kári og Hulda. Mynd/seth@golf.is
Exit mobile version