Samstarfsaðilar

Nýtt golfapp

Með nýja golfappinu frá GolfBox sinnir þú öllu í kringum golfið þitt hvar og hvenær sem er á einum stað.
 

Í appinu getur þú skráð þig í rástíma og mót, skráð forgjafarhringi, bókað kennslu hjá golfkennara, búið til golfvini, séð allt um tölfræðina þín og margt fleira.

Spurt og svarað

Hér að neðan finnur þú svör við nokkrum algengum spurningum um nýtt Golfapp og tölvukerfi GSÍ. Sum svör eru ekki tiltæk þar sem verið er að innleiða kerfið. Við uppfærum hér um leið og nýjungar berast.

Þú notar sama notandanafn og lykilorð og þú notar inn á GolfBox vefsíðuna. Athugaðu að allir virkir kylfingar þurfa að stofna nýjan aðgang í GolfBox undir Nýskráning.

 1. Ferð inn á www.golf.is.
 2. Smellir á Nýskráning efst í hægra horninu.
 3. Þá opnast vefsíða GolfBox
 4. Slærð inn kennitölu og eftirnafn þitt eins og það er skrifað með íslenskum stöfum.
 5. Smellir á Leita.
 6. Ef þú ert skráð(ur) sem virk(ur) félagi í golfklúbbi í kerfinu ertu látin(n) staðfesta að þetta sért þú og flyst þá yfir á Forsíðuna þína í GolfBox.
 7. Ef upplýsingar um þig birtast ekki við leit hefurðu samband við klúbbinn þinn.

Sjá hjálparmyndband við nýskráningu hér neðar.

Þú ferð í Forsíðan mín ofarlega vinstra megin á síðunni eftir að þú ert skráð/ur inn á GolfBox.

 1. Smellir á Breyta prófílnum.
 2. Neðarlega á síðunni smellir á Breyta notandanafni og aðgangsorði >.
 3. Slærð inn nýtt notandanafn og lykilorð.
 4. Slærð inn farsímanúmer og netfang.
 5. Smellir á Uppfæra >.

Þú getur sótt GolfBox appið í App Store og Google Play Store.

Nei, þú færð úthlutað nýju notandanafni þegar þú nýskráir þig í GolfBox. Þú getur síðan breytt því eftir að hafa búið til nýtt lykilorð. Sjá hjálparmyndband við nýskráningu.

Mikilvægt er að þeir kylfingar sem stofna aðgang að kerfinu sýni þolinmæði og átti sig á að ekki eru allir golfklúbbar búnir að setja inn í kerfið upplýsingar um sína golfvelli, rástímaskráningu eða mót.

Áætlað er að innleiðing golfklúbbanna taki einhverjar vikur í viðbót en verði lokið áður en golftímabilið hefst.

Mikilvægt er að þeir kylfingar sem stofna aðgang að kerfinu sýni þolinmæði og átti sig á að ekki eru allir golfklúbbar búnir að setja inn í kerfið upplýsingar um sína golfvelli, rástímaskráningu eða mót.

Áætlað er að innleiðing golfklúbbanna taki einhverjar vikur í viðbót en verði lokið áður en golftímabilið hefst.

Í langflestum tilfellum er það vegna þess að síminn er ekki með netsamband, best er að prófa að fara á netið og athuga hvort internettenging símans sé virk. Ef internettenging er virk og appið virkar ekki má prófa að eyða appinu og sækja það aftur í App Store (iPhone) eða Google Play (Android). Nú ef ekkert virkar þá vinsamlegast hafðu samband við klúbbinn þinn.

Þú getur notað vefviðmót GolfBox í tölvu.

Já, búið er að þýða appið yfir á íslensku en tungumál appsins er háð stillingu tungumáls í snjallsímanum þínum.

Ef illa gengur að ná í appið í iOS App Store eða Google Play Store, þá er líklegast að ástæðan sé annað af eftirfarandi: Síminn þinn er með eldri útgáfu af stýrikerfi sem GolfBox styður ekki. Vinsamlegast athugaðu hvort síminn þinn sé með nýjustu útgáfu þíns stýrikerfis áður en þú reynir að niðurhala GolfBox. Hugsanlega finnst GolfBox ekki í App Store/Play Store þess lands sem þú ert skráð/ur í en GolfBox er gefið út í eftirfarandi löndum og tungumálum: IS, NO, DK, US.

Ef þú ert skráður í App Store/Play Store í öðru landi, gætir þú reynt að breyta tímabundið um land til þess að ná í GolfBox.

Á golf.is smellir þú á Innskráning efst í hægra horni og þá opnast innskráningarsíða GolfBox. Næst smellir þú á tengilinn Gleymdir aðgangsorðinu þínu?, neðst undir innskráning, slærð inn netfangið sem þú notar í GolfBox og færð þá sendan tölvupóst með leiðbeiningum um hvernig þú býrð til nýtt lykilorð. En athugaðu að fyrst þarft þú að hafa stofnað aðgang í GolfBox og vera virkur félagi í golfklúbbi.

Í appinu smellir þú á Gleymt lykilorð undir innskráningu.

Golfklúbbarnir hafa tekið upp nýtt tölvukerfi sem heitir GolfBox.

Á gamli.golf.is varðveitum við gögn kylfinga frá árunum 2001-2019. Ekki verður hægt að skrá sig í rástíma, í mót eða skrá skor hjá golfklúbbum í gamla kerfinu eftir að GolfBox fer í loftið í byrjun mars 2020.

Hjálparmyndband í notkun GolfBox

Ef spurningar vakna þá hefurðu samband við golfklúbbinn þinn hér.