Site icon Golfsamband Íslands

Golf nýr valkostur í íþróttaakademíu Fjölbrautaskóla Suðurlands

Golfklúbbur Selfoss og Fjölbrautaskóli Suðurlands hafa gert með sér samkomulag um að stofna afreksbraut eða golfakademíu. Golfíþróttin mun því bætast við sem valkostur fyrir nemendur í íþróttaakademíu FSu.

Í akademíunum við FSu er íþróttaæfingum hjá úrvalsþjálfurum fléttað saman við nám á fjölmörgum námsbrautum. Alls munu 12 nemendur verða teknir inn á námsbrautina til að byrja með.

Ný og glæsileg inniaðstaða hjá Golfklúbbi Selfoss gegnir lykilhlutverki í því að boðið verður upp á afreksþjálfun í golfi samhliða námi í FSu.

Hlynur Geir Hjartarson framkvæmdastjóri GOS segir í viðtalinu að íþróttaakademía FSu hafi breytt íþróttalífinu á Suðurlandi. Og nú sé tækifæri fyrir golfíþróttina að nýta tækifærin sem skapist.

Nánar um málið í þessari grein á fréttavefnum dfs.is.

Exit mobile version