Golfsamband Íslands

Gleðistund í móttöku til heiðurs Valdísar Þóru

Helga Kristín Einarsdóttir, GK.

Golfskálinn hjá Leyni á Akranesi var þéttsetinn í kvöld þegar fjölmenni fagnaði heimkomu Valdísar Þóru Jónsdóttur – sem tryggði sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni með glæsilegum hætti í gær. Valdís Þóra fékk fjölmargar góðar kveðjur og Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis sagði að klúbburinn ætlaði að styrkja Valdísi um 250.000 kr. í tilefni árangursins.

Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Sigurhans Vignir úr stjórn eForskots afrekssjóðs og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraness héldu stuttar ræður þar sem afrek Valdísar voru rifjuð upp. Marella Steinsdóttir frá ÍA og Hlynur Geir Hjartarson þjálfari hennar héldu einnig ræður. Valdís Þóra lauk síðan kvöldinu með flottri ræðu og ríkti mikil gleði hjá félagsmönnum úr Leyni og fjölskyldu Valdísar sem voru samankomin í golfskálanum.

 

img_2868

Exit mobile version