Golfsamband Íslands

Gleði og einbeiting á æfingum afrekskylfinga í Kórnum og Hraunkoti

Afrekskylfingar landsins æfa að krafti víðsvegar um veröldina fyrir komandi keppnistímabil. Eftirtaldir kylfingar eru í Team GSÍ afrekshópnum: Aron Snær Júlíusson (GKG), Andri Þór Björnsson (GR), Fannar Ingi Steingrímsson (GHG), Henning Darri Þórðarson (GK),  Ingvar Andri Magnússon (GR), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR), Saga Traustadóttir (GR), Eva Björnsdóttir (GR), Ólöf María Einarsdóttir (GM), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR), Ragnar Már Garðarsson (GKG), Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK). Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR), Valdís Þóra Jónsdóttir (GL), Þórður Rafn Gissurarson (GR), Axel Bóasson (GK) og Ólafur Björn Loftsson (GKG).

IMG_3813
Frá vinstri: Ragnhildur Kristinsdóttir, Saga Traustadóttir, Andri Þór Björnsson, Aron Snær Júlíusson, Ólafur Björn Loftsson, Ingvar Andri Magnússon og Fannar Ingi Steingrímsson.

Fyrstu æfingar hópsins voru á dögunum í Kórnum í Kópavogi og Hraunkoti í Hafnarfirði. Eins og sjá má myndunum skemmtu kylfingarnir sér vel á þessum æfingum sem tókust vel að sögn Birgis Leifs Hafþórssonar aðstoðarlandsliðsþjálfara sem sá um þessar æfingar.
 

 

Exit mobile version