Site icon Golfsamband Íslands

GKG ræður Birgi Leif sem markaðs – og viðburðastjóra

Birgir Leifur Hafþórsson hefur verið ráðinn markaðs- og viðburðarstjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Íslandsmeistarinn í höggleik mun stýra markaðsmálum GKG ásamt því að byggja upp viðburðardeild. Viðburðardeildinni er ætlað að veita fyrirtækjum ráðgjöf og leiðbeiningar varðandi viðburði sem fyrirtæki geta unnið í samráði við golfklúbba eins og golfmót, golfkennslu fyrir starfsmenn og viðskiptavini, fjölskyldudaga, stefnumótunarviðburði með golfþemu og fleira.

Þá mun Birgir Leifur vinna með íþróttasviði GKG að því að efla þjónustu við hinn almenna kylfing. Birgir Leifur er ráðinn í hlutastarf og mun áfram sinna atvinnumennskunni. Birgir Leifur er  menntaður PGA golf kennari en hann hóf störf þann 1. feb. s.l.

Það er nóg um að vera á þessu ári hjá GKG en klúbburinn fagnar 20 ára afmæli sínu og titilvörn Birgis á Íslandsmótinu í höggleik fer fram á Leirdalsvelli – heimavelli GKG.

Exit mobile version