Golfsamband Íslands

Axel endaði þriðja sæti – Andri með frábæran lokahring

Axel Bóasson. Mynd/seth@golf.is

Axel Bóasson endaði í þriðja sæti á Jyske Bank PGA Championship sem lauk í dag í Silkeborg. Andri Þór Björnsson lék frábært golf á lokahringum þar sem hann fékk átta fugla og endaði hann í áttunda sæti. Haraldur Franklín Magnús endaði í 19. sæti.

Mótið er hlut af Nordic League atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Axel sem keppir fyrir Keili var í öðru sæti fyrir lokahringinn en hann lék á 71 höggi í dag eða -1. Samtals lék hann á -8 (73-64-71).

Andri Þór Björnsson úr GR átti frábæran lokahring þar sem hann lék á -7 eða 65 höggum. Samtals var hann á -4 sem skilaði honum í áttunda sæti, (73-74-68).

Andri Þór Björnsson, GR og Theodór Emil Karlsson, GM.

Haraldur Franklín Magnús úr GR lék samtals á pari vallar á þremur hringjum og endaði í 19. sæti, (73-72-71).

Haraldur Franklín Magnús. Mynd/ragincajuns.com

 

Exit mobile version