Site icon Golfsamband Íslands

Frábær árangur hjá íslenskum kylfingum á Opna sænska meistaramótinu

Sveinbjörn Guðmundsson, Þóra María Fransdóttir og Elín Fanney Ólafsdóttir.

Íslenskir kylfingar náðu frábærum árangri á Opna sænska meistaramótinu í golfi fyrir fatlaða sem fram fór í Kalmar um síðustu helgi. Golfsamtök fatlaðra sendi þrjá fulltrúa frá Íslandi til keppni en þeir eru allir úr Golfklúbbnum Keili.

Sveinbjörn Guðmundsson sigraði í A-flokki en þar kepptu þeir sem voru með 11,4 forgjöf eða lægra. Elín Ólafsdóttir sigraði í B-flokki þar sem hún lék á fjórum höggum yfir pari með forgjöf en þar kepptu kylfingar með 25 eða hærra í forgjöf. Þóra María Fransdóttir varð þriðja á 25 höggum yfir pari vallar með forgjöf.

Sveinbjörn lék á 77 og 80 höggum og var á einu höggi undir pari með forgjöf. Hann var einu höggi betri en heimamaðurinn Alexander Forsman.

Exit mobile version