Site icon Golfsamband Íslands

Fjöldi kylfinga eftir landshlutum 2020

Skeggjabrekkuvöllur, Ólafsfjörður.

Sex af hverjum tíu kylfingum sem eru í golfklúbbum landsins eru í 10 klúbbum á höfuðborgarsvæðinu. Rétt rúmlega 12.000 kylfingar eru á höfuðborgarsvæðinu.

Þar á eftir kemur Suðurland en þar eru alls 16 golfklúbbar með 3.267 kylfinga.

Á Suðurnesjum og á Vesturlandi er svipaður fjöldi kylfinga. Á Suðurnesjum eru 4 golfklúbbar en alls eru 9 golfklúbbar á Vesturlandi.

Á Austurlandi eru alls 6 golfklúbbar með rétt tæplega 330 félagsmenn samtals. Á Vestfjörðum eru einnig 6 golfklúbbar með 300 félagsmenn alls.

Á Norðvesturlandi eru fjórir golfklúbbar með 363 félagsmenn samtals.

Á Norðausturlandi eru alls 7 golfklúbbar með rétt rúmlega 1.100 félagsmenn.

Exit mobile version