Golfsamband Íslands

Finnland, Noregur og Slóvenía fóru upp um deild – Ísland endaði í 5. sæti

Piltalandslið Íslands 2021: Frá vinstri: Gunnlaugur Árni Sveinsson, Dagur Fannar Ólafsson, Bjarni Þór Lúðvíksson, Björn Viktor Viktorsson, Böðvar Bragi Pálsson, Aron Ingi Hákonarson. Mynd/seth@golf.is

Piltalandslið Íslands keppti á Estonian G&CC í Eistlandi dagana 6.-10. júlí en um var að ræða keppni í næst efstu deild á Evrópumótinu í liðakeppni.

Brynjar Eldon Geirsson var þjálfari liðsins í þessari ferð. Keppnin í Eistlandi hófst 7. júlí og lokadagurinn var 10. júlí. Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur – 36 holur alls. Fimm bestu skorin töldu hjá hverju liði. Holukeppni tók síðan við af höggleiknum.

Finnar og Norðmenn léku til úrslita þar sem að Finnar höfðu betur. Slóvenía hafði betur gegn Eistum í leiknum um þriðja sætið. Ísland endaði í 5. sæti eftir að hafa sigrað Belgíu og Slóvakíu í B-riðli þar sem keppt var um sæti 5-8.

Í leiknum gegn Belgíu sigruðu Aron Ingi Hákonarson, Böðvar Bragi Pálsson og Dagur Fannar Ólafsson í sínum viðureignum. Bjarni Þór Lúðvíksson náði 1/2 stig með jafntefli.

Í leiknum gegn Slóvakíu sigraði Ísland 3,5-1,5. Bjarni Þór Lúðvíksson og Dagur Fannar Ólafsson sigruðu í fjórmenningsleiknum. Gunnlaugur Árni Sveinsson og Böðvar Bragi Pálsson sigruðu í sínum viðureignum og Björn Viktor Viktorsson náði 1/2 stigi.

Eftirtaldir leikmenn skipuðu piltalandslið Íslands:

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér:

Alls eru 10 þjóðir sem taka þátt á EM piltalandsliða í 2. deild: Belgía, Eistland, Finnland, Ísland, Lettland, Litháen, Noregur, Pólland, Slóvakía og Slóvenína.

1. keppnisdagur

Gunnlaugur Árni Sveinsson, 76 högg (+4)
Böðvar Bragi Pálsson, 71 högg (-1)
Björn Viktor Viktorsson, 78 högg (+6)
Bjarni Þór Lúðvíksson, 77 högg (+5)
Aron Ingi Hákonarson, 81 högg (+9)
Dagur Fannar Ólafsson 82 högg (+10)

Gunnlaugur Árni Sveinsson. Mynd/seth@golf.is
Bjarni Þór Lúðvíksson. Mynd/seth@golf.is
Dagur Fannar Ólafsson. Mynd/seth@golf.is
Björn Viktor Viktorsson. Mynd/seth@golf.is
Böðvar Bragi Pálsson. Mynd/seth@golf.is
Aron Ingi Hákonarson. Mynd/seth@golf.is

Piltalandslið Íslands 2021: Frá vinstri: Gunnlaugur Árni Sveinsson, Dagur Fannar Ólafsson, Bjarni Þór Lúðvíksson, Björn Viktor Viktorsson, Böðvar Bragi Pálsson, Aron Ingi Hákonarson. Mynd/seth@golf.is

Exit mobile version