Golfsamband Íslands

Eimskipsmótaröðin: Andri Þór sigraði örugglega á Egils-Gullmótinu

Frá vinstri. Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, Ragnar Már, Andri Þór, Arnór Snær.

IMG_9458
Andri Þór Björnsson, GR, slær af 18. teig á lokahringnum í dag. Mynd/seth@golf.is

Andri Þór Björnsson úr GR sigraði nokkuð örugglega á Egils-Gullmótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Strandarvelli á Hellu. Andri lék frábært golf þegar mest á reyndi og sigraði með sex högga mun. Andri lék hringina þrjá á 5 höggum undir pari vallar samtals og lokahringinn lék hann á -2. Ragnar Már Garðarsson úr GKG og Arnór Snær Guðmundsson úr Hamri á Dalvík enduð jafnir í 2.-3. sæti á +1 samtals.

Andri gerði fá mistök á hringnum í dag og fékk tvo skolla en hann fékk alls fimm fugla og þar af þrjá á síðustu fimm holunum.

Þetta er fjórði sigur Andra á Eimskipsmótaröðinni en hann sigraði á tveimur fyrstu mótunum í fyrra og hafði fyrir þá sigra landað einum sigri á mótaröð þeirra bestu.

„Ég ætla að byrja á því að þakka Golfklúbbi Reykjavíkur fyrir stuðninginn, þjálfurunum mínum Inga Rúnari Gíslasyni og Arnóri Finnbjörnssyni, þeir eiga mikið í þessu ásamt aðstoðarmanni mínum. Ég vil einnig þakka Golfklúbbnum á Hellu fyrir að standa vel að þessu móti ásamt Golfsambandi Íslands,“ sagði Andri Þór við golf.is á Strandarvelli á Hellu í dag.

Arnór Snær Guðmundsson, GHD.

 

Ragnar Már Garðarsson, GKG.
Arnór Snær Guðmundsson, GHD.
Arnór Snær Guðmundsson, GHD.
Ingvar Andri Magnússon, GR.
Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR.
Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, lék listir sínar á meðan hann beið eftir úrslitum mótsins.
Sigurður Arnar Garðarsson, lék listir sínar á meðan hann beið eftir úrslitum mótsins.
Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR.
Helgi Dan Steinsson, GG.
Sturla Höskuldsson, GA.
Henning Darri Þórðarson, GK.
Exit mobile version