Site icon Golfsamband Íslands

Derrick Moore golkennari ársins hjá PGA á Íslandi

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari og einn af umsjónarmönnum PGA skólans á Íslandi afhendir Derrick viðurkenninguna.

Aðalfundur PGA á Íslandi fór fram laugardaginn 13. febrúar. Samtök atvinnukylfinga á Íslandi voru stofnuð veturinn 1988 af þeim John Drummond, David Barnwell og Phil Hunter. Í ársbyrjun 2010, voru félagsmenn rúmlega 60 og fer þeim sífellt fjölgandi.

PGA á Íslandi rekur m.a. Golfkennaraskólann, sem stendur fyrir faglegu og krefjandi golfkennaranámi. Á aðalfundinum var Derrick Moore útnefndur PGA kennari ársins og óskar GSÍ honum hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna.

Exit mobile version