Golfsamband Íslands

Brynjar Sæmundsson sigurvegari á Meistaramóti SÍGÍ 2020

Samtök íþrótta og golfvallastarfsmanna á Íslandi, SÍGÍ, héldu á dögunum sitt árlega meistaramót í golfi.

Keppnin fór fram á Hamarsvelli hjá Golfklúbbi Borgarness við frábærar aðstæður eins og sjá má á þessum myndum sem Jóhann Gunnar Kristinsson tók fyrir SÍGÍ.

Ólafsfirðingurinn Brynjar Sæmundsson stóð uppi sem sigurvegari og án efa verður gott kaffi í boði á skrifstofu GrasTec í tilefni meistaratitilsins.

Samtök íþrótta og golfvallastarfsmanna á Íslandi eru samtök sem stuðla að fagmennsku hjá félagsmönnum sínum og sér þeim fyrir sem bestum upplýsingum til að auðvelda þeim starf sitt á golf- og íþróttavöllum á Íslandi. Markmið SÍGÍ eru að viðhalda og bæta gæði golf- og íþróttavalla hérlendis.

Nánar um SÍGÍ hér:

Verðlaunahafar mótsins: Kristinn B. Valgeirsson, Brynjar Sæmundsson og Einar Gestur Jónsson. Mynd/JGK.
Exit mobile version