Golfsamband Íslands

Bjarki gæti skrifað nýjan kafla í golfsögu Íslands – er í toppbaráttunni í landsúrslitum NCAA

Bjarki Pétursson. Mynd/seth@golf.is

Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness og Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili eru að keppa í landsúrslitum bandaríska háskólagolfsins með Kent State þessa dagana. Mótið er gríðarlega sterkt á heimsvísu.

Margir af bestu kylfingum heims hafa sigrað í einstaklingskeppninni á þessu móti. Má þar nefna Tiger Woods, Phil Mickelson, Jack Nicklaus og, Luke Donald.

Bjarki er í toppbaráttunni eftir tvo hringi af alls fjórum. Hann er á sjö höggum undir pari vallar en lið hans er í 20. sæti af alls 30 liðum í liðakeppninni.

Gísli byrjaði illa í þessari keppni en hann lék fyrsta hringin á 82 höggum en hann lék á 74 höggum á öðrum hring,

Í liðakeppninni er Kent State á +6 samtals en efsta liðið er Oklahoma sem er á -14 samtals.

Gísli Sveinbergsson.
Exit mobile version