Golfsamband Íslands

Axel lék á einu höggi undir pari í Tyrklandi

Axel Bóasson, GK.

Axel Bóasson bætti sig á öðrum keppnisdeginum á Áskorendamótaröðinni – en leikið er í Tyrklandi að þessu sinni. Íslandsmeistarinn í golfi lék á 71 höggi í dag eða -1 en hann var á  75 höggum eða +3 á fyrsta hringnum. Axel er í 118. sæti eins og staðan er núna en ekki var hægt að ljúka við 2. umferð vegna úrkomu og þrumuveðurs.

Staðan.

Áskorendamótaröðin er næst sterkasta mótaröð Evrópu hjá atvinnukylfingum í karlaflokki. Axel fékk keppnisrétt á mótaröðinni með frábærum árangri á Nordic Tour mótaröðinin í fyrra þar sem hann varð stigameistari.

Exit mobile version