Site icon Golfsamband Íslands

Átján kylfingar í æfingaferð GSÍ

Anna Sólveig Snorradóttir og Aron Snær Júlíusson.

Átján kylfingar úr afrekshópi Golfsambands Íslands fara í æfingaferð til Portúgals dagana 2.-9. febrúar. Í kjölfarið á æfingaferðinni keppa fjórir kylfingar á Opna portúgalska áhugamannamótinu á Montodo vellinum í Lissabon 11.-14. febrúar. Gísli Sveinbergsson, Bjarki Pétursson, Kristján Þór Einarsson og Axel Bóasson keppa á því móti.

„Æfingaferðin verður á Morgado resort, sem er glæsilegt golfsvæði með allt sem þarf fyrir toppkylfinga. Tveir 18 holu vellir, annar styttri en mjög þröngur, hinn opnari en lengri. Þetta er nýr staður hjá VITA golfferðum og hefur vakið mikla ánægju. Peter Salmon hefur liðsinnt okkur mikið í undirbúningi ferðarinnar,“ segir Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari en hann fer með hópnum í þessa ferð en Birgir Leifur Hafþórsson aðstoðarlandsliðsþjálfari verður einnig með í för.

„Það er mikil tilhlökkun í hópnum að komast í golf við góðar aðstæður. Svona ferð er gríðarlega mikilvæg fyrir okkar fremstu kylfinga, en við þurfum að komast oftar til útlanda yfir veturinn til að þjálfa þá þætti sem við eigum erfitt með að gera hér heima,“ bætti Úlfar við.

Hópurinn er þannig skipaður:
Anna Sólveig Snorradóttir, GK
Arnór Snær Guðmundsson, GHD
Aron Snær Júlíusson, GKG
Axel Bóasson, GK
Bjarki Pétursson, GB
Fannar Ingi Steingrímsson, GHG
Gísli Sveinbergsson, GK
Henning Darri Þórðarson, GK
Kristján Benedikt Sveinsson, GA
Kristján Þór Einarsson, GKj.
Kristófer Orri Þórðarson, GKG
Ólafur Loftsson, NK
Stefán Þór Bogason, GR
Helga Kristín Einarsdóttir, NK
Karen Guðnadóttir, GS
Ólöf María Einarsdóttir, GHD
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR
Saga Traustadóttir, GR
Birgir Leifur Hafþórsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari
Úlfar Jónsson; landsliðsþjálfari

Exit mobile version